Innlent

Hagræðingu náð með kvíðaástandi

Þjóðleikhússtjóri skapaði viljandi kvíðaástand í röðum leikara til að ná fram hagræðingu. Sjö leikarar ákváðu að segja upp samningum sínum í kjölfar yfirlýsinga leikhússtjórans en samningum þriggja yngstu leikaranna verður sagt upp. Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri greindi frá því um helgina að til stæði að segja upp samningum tíu leikara við húsið. Ekki ætti að leggja listrænt mat á uppsagningarnar og ekki fara í manngreinarálit og því ætti að segja þeim upp sem hefðu stystan starfsaldur. Í dag kynnti þjóðleikhússtjóri síðan að samningum við þá þrjá sem stystan tíma hefðu unnið yrði sagt upp en sjö hefðu að eigin frumkvæði sagt upp samningi við húsið. Leikhússtjóri segir engan þrýsting hafa verið á þá. Hún telji þó að starfsmannafundur sem haldinn hafi verið á föstudaginn hafi orðið til þess að menn hafi hugsað sinn gang og hugsað á hvaða forsendum þeir væru á samningi. Hún hafi ítrekað komið þeim skilaboðum á framfæri á starfsmannafundum að hún vildi gjarnan að þeir sem væru bundnir verkefnum annars staðar annaðhvort losuðu sig og færu fram á launalaust leyfi eða losuðu sína samninga ef þeir sæju fram á að verkefnin næðu yfir einhvern tíma. Þeir sem sögðu upp voru Þórhallur Sigurðsson, Stefán Jónsson, Edda Heiðrún Backman, Pálmi Gestsson, Sigurður Sigurjónsson, Randver Þorláksson og Ívar Örn Sverrisson en leikhússtjóri vill ekki gefa upp hverjum var sagt upp. Að sögn Tinnu var síðasti uppsagnardagur í dag og á starfsmannafundi á föstudag hafi hún lagt spilin á borðið. Til þess að eitthvað gerðist hafi hún ákveðið að leggja það á starfsfók sitt að búa til ákveðið óvissuástand sem hafi falist í því að hún hafi gefið þau skilaboð skýrt að hún vildi losa ákveðinn fjölda samninga við Þjóðleikhúsið. Tinna neitar því að jafna megi þessum stjórnunarstíl við þrýsting. Hún vilji fremur tala um ákveðna hugmyndafræði sem hún viti, og henni hafi skilist á starfsmannafundinum á föstudag, að leikarar séu sammála



Fleiri fréttir

Sjá meira


×