Erlent

Yfir 900 lík fundin á Indlandi

Úrhellisrigning hefur valdið mannskaða og tjóni í nágrenni Bombay á Indlandi undanfarna sólarhringa og í morgun gáfu yfirvöld út viðvörun. Íbúum var ráðlagt að halda sig heima eftir að tók að rigna á ný. Hreinsun og dreifing matar var nýhafin þegar monsúnrigningin hófst að nýju. Björgunarsveitir hafa um helgina fundið yfir níu hundruð lík fólks sem farist hefur í vatnselgnum en óttast er að vel yfir þúsund manns hafi týnt lífi. Að auki hafa nærri þrjátíu þúsund kindur og geitur drepist og á þriðja þúsund buffala.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×