Innlent

Mikið fyllerí í borginni

Lögreglan í Reykjavík stóð í ströngu í nótt þrátt fyrir að fjölmargir höfuðborgarbúar séu á faraldsfæti annars staðar á landinu um helgina. Að sögn lögreglu var mikið fyllerí í miðborginni í nótt og mikið um útköll vegna drukkins fólks. Nokkur fíkniefnamál komu upp auk þess sem lögreglan þurfti að hafa afskipti af einhverjum pústrum manna á milli. Fimm stútar voru teknir undir stýri í nótt og undir morgun. Víðast hvar annars staðar á landinu þar sem engin skipulögð hátíðahöld eru í gangi áttu lögregluþjónar landsins náðuga nótt. Þó þurfti lögregla á Selfossi að bregða sér á tjaldstæðin við Úthlíð. Þar höfðu brotist út slagsmál og var einn tjaldbúa handtekinn og látinn gista í fangageymslu á Selfossi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×