Erlent

Danmörk: Grunaðir um hópnauðgun

Þrír menn eru í haldi dönsku lögreglunnar, grunaðir um hópnauðgun á 25 ára gamalli konu. Atburðurinn á að hafa átt sér stað aðfararnótt laugardags í bænum Næstved á Suður-Sjálandi. Konan var á heimleið eftir skemmtanahald þegar mennirnir réðust á hana og drógu hana inn í kjarr. Vegfarandi sem átti leið hjá stuttu síðar heyrði konuna kalla á hjálp og þegar hann kallaði á móti kom styggð að árásarmönnunum og hlupu þeir á brott. Konan gat gefið greinargóða lýsingu á mönnunum sem leiddi til handtöku þremenninganna. Þeir verða yfirheyrðir síðar í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×