Innlent

Fjármálaeftirlit með athugasemdir

Fjármálaeftirlitið gerir alvarlega athugasemd við að stjórn Sameinaða Lífeyrissjóðsins hafi ekki verið kunnugt um starfslokakjör Jóhannesar Siggeirssonar fyrrum framkvæmdastjóra og fellst ekki á þá skoðun stjórnarinnar að formaður og varaformaður hafi haft umboð til að gera viðauka við samninginn. Segir fjármálaeftirlitið það vera skýrt í lögum um starfsemi lífeyrissjóða að það sé stjórn sjóðsins sem ákveði kjör framkvæmdastjóra. Ekki verður þó gripið til aðgerða þar sem fyrningarfrestur er liðinn. "Við erum búin að gera það sem við þurfum að gera," segir Þorgeir Jósefsson stjórnarformaður Sameinaða Lífeyrissjóðsins. Hann segir að starfslokasamningurinn við Jóhannes verði efndur, en samkvæmt honum fær hann full laun í þrjátíu mánuði eftir starfslok, en hann hætti störfum í febrúar á þessu ári. "Við höfum samþykkt nýjar og skýrar verklagsreglur um allt sem lýtur að ráðningu framkvæmdastjóra sem koma í veg fyrir að mál af þessu tagi endurtaki sig."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×