Segir aðför hlægilega 22. júlí 2005 00:01 Heilbrigðiseftirlitið á Akranesi kannaði í gær húsakynni fimm pólskra verkamanna sem starfa hjá fyrirtækinu Sputnikbátum og samþykkti það án athugasemda að sögn Gunnars Leifs Stefánssonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins. "Enda er þetta fyrirtaks húsakostur," segir hann. Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélagsins, sagði í morgunþætti Talstöðvarinnar í fyrradag að hann hefði ekki séð húsakynnin nema að utan og hafi þá ekki litist á. Verkalýðsfélagið á staðnum hefur kært Sputnikbáta til sýslumanns fyrir að standa ólöglega að málum gangvart Pólverjunum fimm og hefjast yfirheyrslur hjá sýslumanni á mánudaginn og verða Pólverjarnir kallaðir til en einungis sem vitni. Ingólfur Árnason, einn af eigendum fyrirtækisins, segir að aðför Verkalýðsfélagsins að fyrirtækinu sé í raun hlægileg. "Við hefðum aldrei getað fundið þessa góðu verkamenn nema í gegnum starfsmannaleigu af þessu tagi," segir Ingólfur. Hann segir að fyrirtækið muni ráða mennina enda hafi þeir sýnt fram á ágæti sitt og að þeir uni hag sínum vel og því sé framganga Verkalýðsfélagsins ekki þessum verkamönnum í hag. Vilhjálmur segir að fyrirtækið hafi ekki látið á það reyna hvort hægt væri að finna slíka verkamenn hér á landi, allavega hefðu þeir ekki leitað til Verkalýðsfélagsins í þeim tilgangi. Gunnar Leifur segir það ekki rétt sem Vilhjálmur hafi haldið fram að fyrirtækið greiði 2,1 milljón króna fyrir verkamennina fimm heldur sé rétt upphæð 3,5 milljónir. Í gær var sjósettur fimmtán tonna fiskibátur sem fyrirtækið hefur framleitt og fögnuðu starfsmenn og yfirmenn við það tækifæri. Báturinn er útbúinn til línuveiða og hefur verið seldur til fyrirtækisins Eyrarberg í Grindavík. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira
Heilbrigðiseftirlitið á Akranesi kannaði í gær húsakynni fimm pólskra verkamanna sem starfa hjá fyrirtækinu Sputnikbátum og samþykkti það án athugasemda að sögn Gunnars Leifs Stefánssonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins. "Enda er þetta fyrirtaks húsakostur," segir hann. Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélagsins, sagði í morgunþætti Talstöðvarinnar í fyrradag að hann hefði ekki séð húsakynnin nema að utan og hafi þá ekki litist á. Verkalýðsfélagið á staðnum hefur kært Sputnikbáta til sýslumanns fyrir að standa ólöglega að málum gangvart Pólverjunum fimm og hefjast yfirheyrslur hjá sýslumanni á mánudaginn og verða Pólverjarnir kallaðir til en einungis sem vitni. Ingólfur Árnason, einn af eigendum fyrirtækisins, segir að aðför Verkalýðsfélagsins að fyrirtækinu sé í raun hlægileg. "Við hefðum aldrei getað fundið þessa góðu verkamenn nema í gegnum starfsmannaleigu af þessu tagi," segir Ingólfur. Hann segir að fyrirtækið muni ráða mennina enda hafi þeir sýnt fram á ágæti sitt og að þeir uni hag sínum vel og því sé framganga Verkalýðsfélagsins ekki þessum verkamönnum í hag. Vilhjálmur segir að fyrirtækið hafi ekki látið á það reyna hvort hægt væri að finna slíka verkamenn hér á landi, allavega hefðu þeir ekki leitað til Verkalýðsfélagsins í þeim tilgangi. Gunnar Leifur segir það ekki rétt sem Vilhjálmur hafi haldið fram að fyrirtækið greiði 2,1 milljón króna fyrir verkamennina fimm heldur sé rétt upphæð 3,5 milljónir. Í gær var sjósettur fimmtán tonna fiskibátur sem fyrirtækið hefur framleitt og fögnuðu starfsmenn og yfirmenn við það tækifæri. Báturinn er útbúinn til línuveiða og hefur verið seldur til fyrirtækisins Eyrarberg í Grindavík.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira