Innlent

Fjöldi ökumanna án skírteina

Tíu prósent ökumanna, eða 25 af þeim 250 sem lögreglan í Reykjavík stöðvaði upp úr miðnætti til að kanna ástand ökumanna, reyndust ekki hafa ökuskírteini á sér þótt þeir hefðu próf í gildi. Fimm þúsund króna sekt liggur við slíku. Þá reyndust fjórir vera ölvaðir og aðrir fjórir rétt undir mörkum, þannig að þeir urðu að skilja bíla sína eftir. Einn ökumaður var réttindalaus, eftir að hafa verið sviftur ökuréttindum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×