Innlent

Íslendingar á Bok og Bibliotek

Ísland tekur þátt í evrópsku bókaráðstefnunni, Bok og Bibliotek, sem haldin verður í Gautaborg í haust. Rithöfundar frá 25 löndum koma að ráðstefnunni. Sjón verður meðal þeirra sem fara fyrir Íslands hönd en hann hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í vetur fyrir bók sína Skugga Baldur. 775 manns koma að hátt í 500 fyrirlestrum, málstofum og námskeiðum sem standa gestum ráðstefnunnar til boða. Sérstök málstofa verður tileinkuð Halldóri Laxnesi. Þar mun m.a. Halldór Guðmundsson, höfundur ævisögu Laxness, ræða við Auði Jónsdóttur, barnabarn skáldsins, sem skrifað hefur ævisögu Laxness fyrir börn. Hún fékk einnig Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsögu sína, Fólkið í kjallaranum. Á ráðstefnunni eru einnig málstofur um Egilssögu og Njálssögu .



Fleiri fréttir

Sjá meira


×