Erlent

Rice reynir að stöðva ofbeldisöldu

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er komin til Miðausturlanda, til að reyna að stöðva ofbeldisölduna sem þar hefur gengið yfir undanfarna daga. Palestínumenn hafa bæði barist innbyrðis og skotið eldflaugum að ísraelskum landnemabyggðum. Ísraelar hafa svarað með hörðum hefndaraðgerðum. Í þessum ólátum hefur verið lítið unnið að sameiginlegum undirbúningi ísraela og palestínumanna, undir brottflutning frá landnemabyggðum á Gaza svæðinu. Sá brottflutningur á að hefjast um miðjan næsta mánuð, og Bandaríkjamönnum er eins og Palestínumönnum og Ísraelum. umhugað um að hann fari friðsamlega fram. Allir óttast að harðlínumenn í röðum palestínumanna muni gera árásir þegar líður að brottflutningnum, til þess að láta líta út eins og þeir séu að hrekja Ísraela á brott með vopnavaldi. Það munu ísraelar ekki líða, og því hætta á að til átaka komi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×