Sport

Aaron Mokoena til Blackburn

Aaron Mokoena, fyrirliði Suður-Afríku og leikmaður Racing Genk í Belgíu, hefur gengið til liðs við Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Kaupverðið er 300 þúsund pund. Mokoena var kynntur til leiks í hálfleik í viðureign Blackburn og Charlton. "Ég er mjög spenntur fyrir því að spila í ensku úrvalsdeildinni. Markmið mitt er að komast í byrjunarliðið," sagði Mokoena.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×