Erlent

Upplýsingaskrifstofa opnuð í Kalíníngrad

Norræna ráðherranefndin hefur komist að samkomulagi við rússnesk yfirvöld um að setja á laggirnar norræna upplýsingaskrifstofu í Kalíníngrad. Unnið hefur verið að málinu með hléum frá árinu 2000, en ráðherranefndin starfrækir nú þegar skrifstofu í Pétursborg og hefur gert í tíu ár.

Í tilkynnningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að sérstök lega Kalíníngrad milli Litháens í austri og Póllands í vestri geri svæðið í senn mikilvægt og áhugavert fyrir starfsemi Norrænu ráðherranefndarinnar á grannsvæðum Norðurlanda í austri. Væntir nefndin þess að með nýrri skrifstofu verið unnt að vinna að svipuðum verkefnum í Kalíníngrad og unnin hafa verið í Pétursborg, en þar má meðal annars nefnda skólphreinsistöð sem opnuð var í borginni í september fyrir tilstilli Norræna fjárfestingarbankans. Stefnt er að því að samkomulag Rússa og ráðherranefndarinnar verði undirritað í Moskvu nú í desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×