Innlent

Verður næstu vik­ur á spítala

Búið er að komast að því hvert nafn mannsins er sem stórslasaðist þegar ekið var á hann á Miklubraut í Reykja­vík aðfaranótt sunnudags. Maður­inn, sem var skilríkjalaus, miss­ti meðvitund og var lagður inn á gjörgæslu. Maðurinn er 51 árs gamall ein­hleyp­ur Íslendingur. Fyrst í stað var talið að um útlending gæti ver­ið að ræða.

Maðurinn mun hafa verið á leið heim úr jólahlaðborði þegar hann varð fyrir bílnum. Hann mjaðmagrindarbrotnaði eftir slysið og mun því dvelja á sjúkrahúsi í nokkrar vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×