Innlent

Loðnuveiðar hafa bitnað á rækjunni

Guðmundur Smári Guðmundsson útgerðarmaður lét í sér heyra á fundinum á Grundarfirði enda telur hann að loðnuveiðar séu að ganga að sjávarútveginum dauðum. Næsti fundur Hafrannsóknastofnunar verður á Höfn.
Guðmundur Smári Guðmundsson útgerðarmaður lét í sér heyra á fundinum á Grundarfirði enda telur hann að loðnuveiðar séu að ganga að sjávarútveginum dauðum. Næsti fundur Hafrannsóknastofnunar verður á Höfn.

Fæðuskortur á miðum virðist vera helsta áhyggjumál útgerðar- og sjómanna víðast um landið og margir kenna loðnuveiðum um það ástand. Hafrannsóknastofnun hefur staðið fyrir opnum fundum á Vopnafirði, Norðfirði, Ísafirði, Tálknafirði, Grundarfirði og í Grindarvík.

"Það sem helst brann á mönnum á þessum fundum var fæðuskorturinn, loðnuveiðar og þá kannski umræðan um flottroll og svo bera hvalveiðar alltaf á góma annarslagið," segir Björn Ævarr Steinarsson, sviðsstjóri veiðiráðgjafasviðs en hann sat marga fundina. Guðmundur Smári Guðmundsson útgerðarmaður segir alla sjómenn sem ekki hafa beina hagsmuni af loðnuveiðum vera sammála um skaðsemi þeirra fyrir allan sjávarútveg.

Á þá lund var einnig málflutningur Níels Ársælssonar útgerðarmanns á fundinum í Tálknafirði en hann sagði loðnuveiðar með flottrollum hafa valdið hvarfi rækjunnar, hvarfi skelfisks á Breiðarfirði og einnig vera valdur af fæðuskorti á miðum.

"Menn hafa bara áhyggjur af þorskræflinum, hann er orðinn horaður og lifralaus og það segir okkur bara að hann hafi ekkert að éta," segir Kristinn Guðmundsson útgerðarmaður á Grundarfirði sem sat fundinn þar í bæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×