Innlent

Lentu á milli steins og sleggju

Íbúðalánasjóður. Allra augu beindust að Guðmundi Bjarnasyni, framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs, og ráðgjöfum hans á blaðamannafundi sem haldinn var í liðinni viku.
Íbúðalánasjóður. Allra augu beindust að Guðmundi Bjarnasyni, framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs, og ráðgjöfum hans á blaðamannafundi sem haldinn var í liðinni viku.

Yngvi Harðarson, hjá Ráðgjöf og efnahagsspám ehf., segir það vel geta staðist að rætt hafi verið um kostnaðaráætlun upp á sjö milljónir króna á einhverju stigi viðræðna við vinnuhóp um Íbúðalánasjóð sem hafi starfað á vegum fjármála- og félagsmálaráðuneyta.

"Staðreyndin er samt sem áður sú að við höfum aldrei gefið út reikning til félagsmálaráðuneytisins, hvorki fyrr né síðar," segir Yngvi og segir mishermt að reikningur hafi verið gefinn út. Hann telur að fyrirtæki sitt hafi lent milli steins og sleggju í pólitískum væringum og leggur áherslu á mikilvægi þess að viðhalda orðspori fyrirtækis síns. "Við höfum ávallt leitast við að halda okkur utan við alla pólitík," segir Yngvi.

"Við erum meðvitaðir um pólitískar hliðar á rekstri Íbúðalánasjóðs, enda þótt við skiljum þær ekki," segir Joakim Hörwing, aðstoðar­framkvæmdastjóri Capto Financial Consuting í Svíþjóð. Capto hefur séð um ráðgjöf og mat á áhættufjárfestingum fyrir Íbúðalánasjóð.

Hörwing segir ekkert athugavert við það að fyrirtækið Ráðgjöf og efnahagsspár sinni skyldum störfum fyrir sjóðinn. Capto myndi starfa með þeim ef um það yrði beðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×