Innlent

Talinn hæfur

Laufey Jóhannsdóttir, formaður skipulagsnefndar í Garðabæ, segir að nefndarmenn hafi rætt það hvort Jón Otti Sigurðsson, fulltrúi í nefndinni og félagi í Oddfellowreglunni, teldist hæfur til að fjalla um skipulagsmál Urriðaholts í Garðabæ. Hann hafi alla tíð verið talinn hæfur.

Félagsmálaráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að staðhæfa að Jón Otti hafi verið vanhæfur. "Nefndin ræddi þetta og þetta var niðurstaðan en það var ekki bókað," segir Laufey. Urriðaholt er að níutíu prósentum í eigu Oddfellowreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×