Innlent

Segir landinu fórnað undir bíla

Urriðaholtslandið.  Stórverslanir breiða úr starfsemi sinni í Urriðaholti, þar af verða bílastæði á 20 hekturum. Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir að landið sé ekki mikils metið.
Urriðaholtslandið. Stórverslanir breiða úr starfsemi sinni í Urriðaholti, þar af verða bílastæði á 20 hekturum. Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir að landið sé ekki mikils metið.

Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir að samtökin muni una niðurstöðu félagsmálaráðuneytisins um að ekki sé hægt að staðhæfa um vanhæfi Jóns Otta Sigurðssonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulagsnefnd Garðabæjar, enda sé dýrt að fara í dómsmál.

Landvernd hafði sent fyrirspurn til félagsmálaráðuneytisins í framhaldi af skipulagsbreytingum á Urriðaholtslandi, sem er í eigu Oddfellowreglunnar, í vor þegar ákveðið var að leyfa stórverslanir á náttúruminjasvæðinu.

Fyrirspurnin varðaði hæfi Jóns Otta en hann er í Oddfellowreglunni og hefur gegnt þar trúnaðarstörfum. Tryggvi segir að samtökin telji að ekki hafi verið farið að náttúruverndarlögum. 25-26 hektarar lands fari undir starfsemi stórverslana, þar af 20 hektarar undir bílastæði.

Garðabær sé landríkt svæði og landið sé lítils metið þegar svo miklu landi sé fórnað til að geta boðið upp á ódýr bílastæði í stað þess að byggja bílastæðahús eða bílakjallara. Jón Otti Sigurðsson vildi ekki tjá sig um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×