Skortur á faglærðu starfsfólki 29. nóvember 2005 06:45 Mikil starfsmannavelta. Lögregluskólinn útskrifar ekki nógu marga nemendur til að fylla þau skörð sem í vantar í dag. "Við höfum ekki orðið að grípa til þessa ráðs í langan tíma en nú er skortur á faglærðu fólki á sama tíma og verið er að fjölga lögreglumönnum og því erum við í þessari stöðu," segir Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík. Gripið hefur verið til þess ráðs að ráða menn, sem ekki hafa lokið námi í Lögregluskólanum, til löggæslustarfa þar sem skólinn útskrifar ekki nógu marga til að manna þær stöður sem nú vantar í. Karl Steinar segir þetta vissulega vandamál sem eigi sér nokkrar skýringar. "Það hefur verið áberandi síðustu árin hversu starfsmannavelta innan lögreglunnar er mikil. Margir sem útskrifast úr Lögregluskólanum starfa aðeins í lögreglunni í stuttan tíma og jafnvel eru dæmi um að menn sem ljúka skólanum fari strax til annarra starfa eða náms en hefji ekki störf sem lögreglumenn." Karl Steinar segir þetta þurfa að rannsaka enda virðist ungt fólk líta fremur á störf í lögreglunni sem skammtímastarf ólíkt því sem áður var þegar algengt var að lögreglumenn störfuðu sem slíkir allt sitt líf. "Þetta eru ekki illa launuð störf miðað við það sem gengur heldur er eitthvað annað sem þessu veldur og það er mikilvægt að komast að því hvað það er því það er bæði dýrt og tímafrekt að mennta lögreglumenn." Lögregluskólinn hefur útskrifað lögreglumenn í sex ár en samt ekki nógu marga til að brúa það bil sem nú er. Í Reykjavík vantar lögreglumenn í 26 stöðugildi en Karl Steinar telur ólíklegt að á meðal umsækjenda verði fleiri en rúmlega tíu lærðir lögreglumenn. Allar aðrar stöður verði því að manna á annan hátt. Innlent Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
"Við höfum ekki orðið að grípa til þessa ráðs í langan tíma en nú er skortur á faglærðu fólki á sama tíma og verið er að fjölga lögreglumönnum og því erum við í þessari stöðu," segir Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík. Gripið hefur verið til þess ráðs að ráða menn, sem ekki hafa lokið námi í Lögregluskólanum, til löggæslustarfa þar sem skólinn útskrifar ekki nógu marga til að manna þær stöður sem nú vantar í. Karl Steinar segir þetta vissulega vandamál sem eigi sér nokkrar skýringar. "Það hefur verið áberandi síðustu árin hversu starfsmannavelta innan lögreglunnar er mikil. Margir sem útskrifast úr Lögregluskólanum starfa aðeins í lögreglunni í stuttan tíma og jafnvel eru dæmi um að menn sem ljúka skólanum fari strax til annarra starfa eða náms en hefji ekki störf sem lögreglumenn." Karl Steinar segir þetta þurfa að rannsaka enda virðist ungt fólk líta fremur á störf í lögreglunni sem skammtímastarf ólíkt því sem áður var þegar algengt var að lögreglumenn störfuðu sem slíkir allt sitt líf. "Þetta eru ekki illa launuð störf miðað við það sem gengur heldur er eitthvað annað sem þessu veldur og það er mikilvægt að komast að því hvað það er því það er bæði dýrt og tímafrekt að mennta lögreglumenn." Lögregluskólinn hefur útskrifað lögreglumenn í sex ár en samt ekki nógu marga til að brúa það bil sem nú er. Í Reykjavík vantar lögreglumenn í 26 stöðugildi en Karl Steinar telur ólíklegt að á meðal umsækjenda verði fleiri en rúmlega tíu lærðir lögreglumenn. Allar aðrar stöður verði því að manna á annan hátt.
Innlent Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira