Innlent

Samið um spænsk-íslenska orðabók

Háskólinn í Reykjavík og Edda útgáfa undirrituðu í morgun samstarfssamning um útgáfu nýrrar spænsk-íslenskrar orðabókar, en áhugi á spænskunámi hefur farið ört vaxandi hér á landi síðustu misserin. Talið er að um 400 milljónir manna séu spænskumælandi í heiminum, einkum í Evrópu, Afríku og Ameríku, en hún er töluð í um það bil 30 löndum. Háskólinn í Reykjavík mun leggja fram aðstöðu og búnað til að vinna verkið, en í ritstjórn verða verða fulltrúar frá hugvísindadeild Háskóla Íslands og Orðabók Háskólans auk fulltrúa frá Háskólanum í Reykjavík og Eddu útgáfu, en ritstjóri og umsjónarmaður verksins verður doktor Margrét Jónsdóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík. Í tilkynningu frá útgáfunni segir að ítarleg og nútímaleg orðabók sé ekki einungis grundvöllur tungumálanáms heldur byggi hún brú fyrir menningartengsl við spænskumælandi fólk, sem oft talar ekki ensku, eða önnur erlend mál.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×