Innlent

Kviknaði í bíl í miðbænum

Bíll í báli. Slökkviliðsmenn voru snöggir á staðinn til að slökkva eldinn sem kom skyndilega upp í bílnum meðan honum var ekið eftir Geirsgötu.
Bíll í báli. Slökkviliðsmenn voru snöggir á staðinn til að slökkva eldinn sem kom skyndilega upp í bílnum meðan honum var ekið eftir Geirsgötu.

Ökumanni brá heldur betur í brún þegar hann ók eftir Miðbakkanum um klukkan fimm síðdegis í gær en þá kom skyndilega upp eldur úr vél bílsins. Varð hann að koma sér úr bílnum hið fyrsta en slökkviliðið kom svo fljótlega og slökkti eldinn.

Var bíllinn svo dreginn í burtu með kranabíl. Að sögn lögreglu er nokkuð um það að eldur komi upp í bílum og geta menn átt fótum fjör að launa því hann getur breiðst út snarlega. Ekki varð þó þessum ökumanni meint af volkinu en bíllinn er mjög illa farinn ef ekki ónýtur. Eldsupptök eru ekki kunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×