Innlent

FÍB vill lægri eldsneytisskatta

Félags íslenskra bifreiðaeigenda hefur hafið undirskriftarsöfnun á heimasíðu sinni, www.fib.is, þar sem stjórnvöld eru hvött til þess lækka skatta á eldsneyti. Á heimasíðu félagsins segir að eldsneyti til neytenda sé háskattavara hér á landi og að tæp 60 prósent af útsöluverði eldsneytis á bifreiðar renni til ríkissjóðs. Eldsneytisverð hér á landi sé því með því allra hæsta í veröldinni. Þá bendir FÍB á að heimsmarkaðsverð hafi hækkað mikið að undanförnu og að það hafi í för með sér stórauknar virðisaukaskattstekjur ríkissjóðs af eldsneytiskaupum fjölskyldna og fyrirtækja í landinu og hafi mjög íþyngjandi áhrif á afkomu þeirra. Því hvetur FÍB stjórnvöld til að draga úr skattheimtu sinni á eldsneyti meðan núverandi ástand á heimsmarkaði vari og geri sér ekki hið háa heimsmarkaðsverð að féþúfu, eins og segir á heimasíðunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×