Innlent

Sjónarhóll semur við borgina

Sjónarhóll og Reykjavíkurborg undirrita í dag þjónustusamning um þjónustu við foreldra barna með sérþarfir sem eiga lögheimili í Reykjavík. Sjónarhóll hefur barist í bökkum eins og aðrar sjálfseignarstofnanir sem vinna að velferðarmálum. Samningurinn við Reykjavíkurborg er til þriggja ára og hljóðar upp á rúmlega 6,6 króna. Í honum er kveðið á um að Sjónarhóll skuli veita ráðgjöf fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir, veita ráðgjöf fyrir starfsfólk velferðarsviðs og þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og standa fyrir almenningsfræðslu. Þorgerður Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Sjónarhóls, er ánægð með þennan samning. Hún segir að Sjónarhóll hafi að leiðarljósi að samþætta þjónustu og stuðla að því að fjölskyldur barna með sérþarfir útlokist ekki í samfélaginu. Stofnunin haldi saman gögnum um hverjir leiti til hennar og hvaðan þeir komi. Í þeim gögnum komi fram að meira en helmingur þeirra sem leiti til Sjónarhóls komi úr borginni. Samningurinn sé viðurkenning á því að starf Sjónarhóls skipti máli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×