Engin úrræði fyrir geðsjúka fanga 1. september 2005 00:01 "Engin úrræði eru fyrir hendi þegar í hlut eiga sakhæfir, geðsjúkir fangar. Við getum ekki lengur sinnt þeim sem eru veikir og úrskurðaðir sakhæfir í fangelsum landsins, því við höfum ekkert pláss," segir Drífa Eysteinsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur á réttargeðdeildinni að Sogni. Hún segir stöðuna "mjög erfiða." Atburðir undanfarinna daga, þar sem í hlut eiga afbrotamenn með mikil geðræn vandamál, kalla óneitanlega á spurningar um þá umönnun sem þeim er ætlað í gæsluverðhaldi eða afplánun. Drífa segir að réttargeðdeildin sé nú fullskipuð af ósakhæfum, geðsjúkum föngum. Þar eru sjö pláss, en Drífa segir að iðulega hafi þurft að búa til áttunda plássið, jafnvel hið níunda í bráðabirgðaaðstöðu, þar sem þörfin sé svo brýn. "Fram að þessu höfum við tekið veika menn úr fangelsunum sem hafa verið úrskurðaðir sakhæfir. Þá höfum við lent í því að þurfa að senda þá aftur í fangelsið, því okkar fyrsta skylda er að taka hina ósakhæfu. Við höfum oft tekið mjög veikt fólk sem hefur verið í gæsluvarðhaldi hjá okkur og málið þá verið rannsakað hér. Þetta getum við ekki nú vegna plássleysis." Margrét Frímannsdóttir alþingismaður. segir stöðu geðsjúkra fanga "algjörlega óviðunandi." Hún minnir á tillögur og teikningar þess efnis að stækka geðdeildina á Sogni og þar með verði unnt að taka þar inn fanga sem dæmdir séu í gæsluvarðhald, svo og hina sem eigi við tímabundin geðræn vandamál að stríða eða séu geðsjúkir. Sú lokaða geðdeild sem byggð hafi verið upp á Kleppi leysi engan veginn þann vanda sem sé innan fangelsanna eins og þau eru í dag. Drífa tekur undir þá skoðun að stækka þurfi Sogn um að minnsta kosti helming til að hafa þann fjölda plássa sem þurfi fyrir ósakhæfa, samkvæmt fyrirliggjandi samanburðartölum frá öðrum Norðurlöndum. Margrét segir að fangelsismálastofnun hafi ítrekað bent stjórnvöldum á þann vanda sem sé í málefnum geðsjúkra fanga en því miður hafi undantekningarnar verið litlar enn sem komið sé. Fréttir Innlent Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
"Engin úrræði eru fyrir hendi þegar í hlut eiga sakhæfir, geðsjúkir fangar. Við getum ekki lengur sinnt þeim sem eru veikir og úrskurðaðir sakhæfir í fangelsum landsins, því við höfum ekkert pláss," segir Drífa Eysteinsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur á réttargeðdeildinni að Sogni. Hún segir stöðuna "mjög erfiða." Atburðir undanfarinna daga, þar sem í hlut eiga afbrotamenn með mikil geðræn vandamál, kalla óneitanlega á spurningar um þá umönnun sem þeim er ætlað í gæsluverðhaldi eða afplánun. Drífa segir að réttargeðdeildin sé nú fullskipuð af ósakhæfum, geðsjúkum föngum. Þar eru sjö pláss, en Drífa segir að iðulega hafi þurft að búa til áttunda plássið, jafnvel hið níunda í bráðabirgðaaðstöðu, þar sem þörfin sé svo brýn. "Fram að þessu höfum við tekið veika menn úr fangelsunum sem hafa verið úrskurðaðir sakhæfir. Þá höfum við lent í því að þurfa að senda þá aftur í fangelsið, því okkar fyrsta skylda er að taka hina ósakhæfu. Við höfum oft tekið mjög veikt fólk sem hefur verið í gæsluvarðhaldi hjá okkur og málið þá verið rannsakað hér. Þetta getum við ekki nú vegna plássleysis." Margrét Frímannsdóttir alþingismaður. segir stöðu geðsjúkra fanga "algjörlega óviðunandi." Hún minnir á tillögur og teikningar þess efnis að stækka geðdeildina á Sogni og þar með verði unnt að taka þar inn fanga sem dæmdir séu í gæsluvarðhald, svo og hina sem eigi við tímabundin geðræn vandamál að stríða eða séu geðsjúkir. Sú lokaða geðdeild sem byggð hafi verið upp á Kleppi leysi engan veginn þann vanda sem sé innan fangelsanna eins og þau eru í dag. Drífa tekur undir þá skoðun að stækka þurfi Sogn um að minnsta kosti helming til að hafa þann fjölda plássa sem þurfi fyrir ósakhæfa, samkvæmt fyrirliggjandi samanburðartölum frá öðrum Norðurlöndum. Margrét segir að fangelsismálastofnun hafi ítrekað bent stjórnvöldum á þann vanda sem sé í málefnum geðsjúkra fanga en því miður hafi undantekningarnar verið litlar enn sem komið sé.
Fréttir Innlent Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira