Erlent

Þrjár konur handteknar í London

Breska lögreglan handtók þrjár konur í suðuhluta London í gær en þær eru grunaðar um að tengjast mönnunum sem gerðu misheppnaða tilraun til að sprengja lestar og strætisvagn í borginni þann 21. júlí síðastliðinn. Ekki hafa fengist frekari upplýsingar um málið en konurnar voru handteknar í íbúð nálægt Stockwell lestarstöðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×