Erlent

Eldur í olíuborpalli á Indlandi

Tólf manns létust og 367 var bjargað af brennandi olíuborpalli við vesturströnd Indlands í gær og í morgun. Fólk fleygði sér í sjóinn þegar eldar fóru að loga og tekist hefur að bjarga flestum en enn er þó nokkura saknað. Olíuborpallurinn var með þeim stærstu á Indlandi og framleiddi einn sjötta hluta af olíubirgðum landsins. Sérfræðingar segja að það geti tekið allt að ár að endurbyggja pallinn og koma olíuframleiðslu landsins á réttan kjöl.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×