Erlent

Fyrsti hringmyrkvinn í 200 ár

Þúsundir Spánverja og Portúgala söfnuðust saman á götum úti í dag til að fylgjast með sólmyrkva.  Skuggi tók að færast yfir Íberíuskagann skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Þessi tegund sólmyrkva, svokallaður hringmyrkvi, hefur ekki sést í löndunum tveimur í tvær aldir og því biðu áhorfendur fullir eftirvæntingar. Skólabörn fengu að fara upp á þak og fólk lagði niður vinnu á meðan á honum stóð. Myrkvinn náði hámarki skömmu fyrir klukkan ellefu. Hringmyrkvi er sérstök gerð sólmyrkva, en þá nær tunglið ekki að skyggja fyllilega á sólina og því glittir í bjartan hring í kringum það.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×