Erlent

Samkomulag um aðildarviðræður

Tyrkir hafa komist að samkomulagið við Evrópusambandið um að hefja viðræður um aðild þeirra að sambandinu, sagði Abdullah Gul, utanríkisráðherra Tyrklands, eftir stöðug fundahöld. Austurríkismenn, Grikkir og Kýpverjar lögðust gegn því að framkvæmdastjórn ESB hæfi aðildarviðræður við Tyrki vegna þess að Tyrkir viðurkenna ekki stjórnvöld á Kýpur. "Við komumst að samkomulagi, ég er á leið til Lúxemborgar," sagði Gul, rétt í þessu. Framan af degi var óljóst hvort nokkuð yrði af aðildarviðræðum við Tyrki. Samkomulag náðist síðdegis en utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa fundað stíft frá í gærkvöldi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×