Erlent

Hætti kjarnorkusamvinnu við Írana

Bandaríkjastjórn hefur hvatt öll ríki sem koma að kjarnorkumálaáætlun Írana til þess að hætta allri samvinnu við Írana þar sem þeir hafi ekki sýnt fram á með óyggjandi hætti að ekki stæði til að framleiða kjarnorkuvopn. Talsmaður Bandaríkjastjórnar sagði að ríkin ættu ekki að flytja efni til kjarnorkuframleiðslu til Írans vegna málsins, en rætt hefur verið um að vísa máli Írana til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem samningaviðræður milli þeirra og þriggja Evrópusambandsríkja um málið hafa engu skilað. Þrátt fyrir að talsmaðurin hafi ekki minnst á Rússland þykir ljóst að Bandaríkjamenn hafi þarna verið að beina orðum sínum til Rússa sem hafa aðstoðað Írana við byggingu kjarnorkuvers í Bushehr og ætla auk þess að útvega þeim eldsneyti fyrir verið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×