Erlent

Segjast hafa tekið hermenn af lífi

Hryðjuverkasamtökin al-Qaida í Írak greindu frá því í dag að þau hefðu tekið tvo hermenn, sem gripnir voru í Vestur-Írak, af lífi. Yfirlýsing þessa efnis birtist á íslamskri vefsíðu í dag en þar kemur einnig fram að þar sem Bandaríkjaher hefði ekki orðið við kröfum að sleppa súnnítakonum úr haldi þá hefðu mennirnir verið drepnir. Hins vegar voru engar myndir á vefsíðunni sem staðfesta að hermennirnir tveir hafi verið teknir af lífi og þá hefur Bandaríkjaher neitað að nokkur hermaður hafi látist.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×