Erlent

Réttarhöld hefjast 19. október

Sérstakur dómstóll, sem fjalla á um glæpi Saddams Husseins, fyrrverandi forseta Íraks, staðfesti í dag að réttarhöld í máli hans myndu hefjast 19. október næstkomandi. Réttað verður yfir Husseins og sex meintum samstarfsmönnum hans vegna dauða 143 sjíta sem drepnir voru í þorpinu Dujail árið 1982 eftir að forsetanum var sýnt banatilræði þar. Saddam hefur ekki enn verið ákærður fyrir aðra glæpi, eins og þjóðarmorð og stríðsglæpi gegn Kúrdum, en hann gæti átt yfir höfði sér dauðadóm verði hann fundinn sekur um morðin í Dujail.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×