Erlent

Koma að deilu Tyrkja og ESB

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa nú hlutast í málefni Tyrkja og Evrópusambandsins. Aðeins nokkrum klukkustundum áður en aðildarviðræður áttu að hefjast milli Tyrkja og Evrópusambandsins er málið allt í hinum mestu ógöngum. Austurríkismenn standa í vegi fyrir viðræðunum, en öll aðildarlöndin tuttugu og fimm þurfa að samþykkja viðræðurammann. Tyrkir eru æfir af reiði yfir þessu og vanda Austurríkismönnum ekki kveðjurnar. Tyrkir hafa lengi beðið þessarar stundar. Evrópusambandið hefur notað aðildarviðræðurnar sem nokkurs konar gulrót í mörg ár, til þess að þrýsta á Tyrki um ýmsar breytingar, svo sem afnám dauðarefsingar og virðingu fyrir mannréttindum. Óttast menn þau áhrif sem það hefur á NATO ef aðildarviðræðurnar fara ekki á stað milli Tyrkja og Evrópusambandsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×