Erlent

Gasknúin rúta sprakk

Tuttugu og einn farþegi í rútu, sem knúin var áfram af gasi, lést þegar rútan lenti í árekstri við aðra rútu í vesturhluta Tadsjikistan, nærri höfuðborginni Dushanbe, í gær. Haft er eftir lögreglu á þessum slóðum að kraftur sprengingarinnar hafi verið slíkur að einungis hafi verið hægt að bera kennsl á fimmtán líkanna. Sprengingar í gasdrifnum farartækjum eru algengar í Tadsjikistan en fátækir íbúar landsins nota gas á bíla sína í stað dýrrar olíu eða bensíns. Sprengingin í gær er þó sú mannskæðasta í slíkum slysum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×