Erlent

Deyddu fóstur dóttur sinnar

Foreldrar ungrar sænskrar konu í Kongsbacka í Svíþjóð misþyrmdu henni illilega og ollu henni fósturláti eftir að hún hafði tilkynnt þeim að hún væri ófrísk eftir araba. Foreldrarnir réðust einnig á unnusta konunnar og kölluðu hann öllum illum nöfnum með vísan til þjóðernis hans. Málið hefur valdið reiði og undrun í Svíþjóð. Foreldrarnir segjast hins vegar báðir saklausir og halda því fram að dóttir þeirra hafi sjálf skaðað sig til að þóknast manni sínum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×