Erlent

Íraksstríðið spillti fyrir

Ofuráhersla á Írak spillti stórlega fyrir björgunaraðgerðum vegna fellibylsins Katrínar, samkvæmt nýrri skýrslu frá bandaríska varnarmálaráðuneytinu sem breska blaðið Independent hefur komist yfir. Þar kemur meðal annars fram að fjármagn vegna flóðvarna hafi einfaldlega farið í Íraksstríðið og að hermenn hafi þurft að stelast til að hjálpa íbúum New Orleans, í óþökk yfirmanna sinna í bandaríska hernum. Þá segir að það sem upp úr standi eftir hamfarirnar sé það að nánast alla skipulagnigu og samþættingu skorti þegar hamfarir af þessari stærðargráðu séu annars vegar. Þau mistök sem átt hafi sér stað í innrás Bandaríkjamanna í Afganistan og Írak hvað varðar viðbragðsáætlun og þjálfun hermanna hafi birst í ekki ósvipaðri mynd þegar Katrín reið yfir New Orleans í lok ágúst. Um 900 manns létust í fellibylnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×