Innlent

Mótmæli við álverin

Mótmæli eru fyrirhuguð við álverin í Straumsvík og á Grundartanga í dag. Þá munu þátttakendur á álráðstefnu í Reykjavík heimsækja álverin tvö. Í tilkynningu frá samtökunum Saving Iceland segir að á ráðstefnunni hafi lítill gaumur hefur verið gefinn neikvæðum og heilsuspillandi áhrifum sem álbræðsla og tengd vinnsla hafi. Til ráðstefnugesta vilji samtökin senda þau skilaboð að virk andstaða sé hér á landi gegn frekari stóriðjuuppbyggingu og benda þeim á þær afleiðingar sem hún muni hafa en fyrirhugað er að stækka álverin í Straumsvík og á Grundartanga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×