Erlent

Biður samlöndum sínum griða

Georgi Parvanov, forseti Búlgaríu, er staddur í Líbíu til að biðja samlöndum sínum griða en þeir eru ásakaðir um að hafa smitað yfir 400 líbísk börn af HIV-veirunni. Fimmtíu þeirra eru þegar dáin. Búlgörsku hjúkrunarfræðingarnir hafa þegar verið dæmdir til dauða. Mannréttindasamtök telja aftur á móti að þeir séu gerðir að blóraböggli og orsök smitsins sé almenn vanræksla á líbískum sjúkrahúsum. Parvanov hitti hjúkrunarfræðingana á laugardaginn eftir að hafa hitt nokkur veiku barnanna og svo fundaði hann með líbískum ráðamönnum, meðal annars Gaddafi starfsbróður sínum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×