Erlent

Gluggaþvottamenn sluppu naumlega

Það er ekki hættulaust að vera gluggaþvottamaður eins og tveir þeirra komust að í Denver í Bandaríkjunum gær.

Mikil mildi þykir að enginn hafi slasast alvarlega þegar tveir gluggaþvottamenn komust í hann krappan í Denver í Bandaríkjunum í gær. Sterk vindhviða eyðilagði stuðning við kláfinn sem mennirnir voru í við háhýsi, með þeim afleiðingum að hann sveiflaðist af miklu afli í rúður byggingarinnar marg oft.

Slökkviliðsmenn sem komu strax á vettvang, náðu að brjóta rúður í byggingunni og koma mönnunum þangað inn. Annar þeirra slapp alveg ómeiddur, en hinn hlaut lítils háttar meiðsl. Það verður þó líklega einhver bið á því að mennirnir þvoi aftur glugga í vondu veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×