Brot gegn mannréttindum og forræðishyggja hins opinbera 15. nóvember 2005 06:15 Ástandið hér svipað og í Austur-Evrópu. Anna Kristjánsdóttir og Ásta Ósk Hlöðversdóttir nýkomnar af Evrópuþingi transgender-fólks í Vínarborg. Anna segir að ástandið í mannréttindamálum transgender-fólks sé litlu betra hér á landi en annars staðar í Evrópu. Mannréttindi séu brotin og forræðishyggja sé allsráðandi hjá hinu opinbera. Mannréttindi eru brotin og forræðishyggja ríkir hjá hinu opinbera hvað varðar málefni transgender-fólks. Að minnsta kosti tíu Íslendingar hafa sótt um að fá að fara í aðgerð til leiðréttingar á kyni hér á landi en aðeins tveir hafa fengið að fara í og ljúka slíku meðferðarferli hér á landi. Heilbrigðisyfirvöld treysta einstaklingunum ekki til að taka ákvarðanir sem þeir telja sjálfum sér fyrir bestu og neita þeim því í langflestum tilfellum um að komast í leiðréttingu á kyni. Fólkinu líður illa í röngu kyngervi og margir hrekjast af landi brott. Þetta er mat Önnu Kristjánsdóttur en hún var í hópi fyrstu Íslendinganna sem fóru í aðgerð til leiðréttingar á kyni erlendis fyrir rúmum áratug. Anna er nýkomin af ráðstefnu transgender-fólks í Vínarborg þar sem hún var ásamt Ástu Ósk Hlöðversdóttur, formanni Félags samkynhneigðra stúdenta, en félagið hefur tekið málefni transgender-fólks upp á arma sína. Á ráðstefnunni komu saman um 122 þátttakendur frá 65 hópum í 22 ríkjum Evrópu auk eins rithöfundar frá Bandaríkjunum, Patrick Khalifia. Þar kom fram að víða er pottur brotinn í málefnum transgender-fólks. Í þremur löndum í Evrópu eru leiðréttingar á kyni ekki leyfðar. Þetta eru Albanía, Andorra og Írland en talið er víst að ástandið lagist á Írlandi á næstu árum vegna krafna frá Evrópusambandinu.Endar oft í kynlífsþrælkunÁsta Ósk og Anna í Vínarborg.Ástandið í Rússlandi hefur versnað eftir fall Sovétríkjanna. Í Portúgal sækir ungt fólk mikið til borganna án þess að eiga mikla möguleika á að fá atvinnu og endar því oft í kynlífsþrælkun með eyðnismit og jafnvel sjálfsmorð í kjölfarið. Ástandið er mjög slæmt í Tyrklandi og ýmsum löndum Austur-Evrópu.Ástandið hér á landi er litlu betra en ástandið í löndum Austur-Evrópu, að mati Önnu, sérstaklega hvað snertir félagslega aðstoð eða aðstoð við leiðréttingu á kyni. Hinsvegar eru aðrar félagslegar aðstæður hér betri en í löndum þar sem ástandið er verst. Anna segir að það bjargi íslenskum einstaklingum frá því að grípa til örþrifaráða til að fá að lifa í sínu rétta kyngervi þótt Íslendingar þurfi enn í flestum tilfellum að flýja land til að komast í gegnum aðgerðarferli."Þegar umsókn einstaklings er hafnað er ekki um annað að velja en að flýja land, nákvæmlega eins og ég gerði á sínum tíma. Það er býsna stór biti að rífa sig upp frá heimalandinu og setjast að erlendis þegar maður er kannski illa máli farinn á erlenda tungu. Manneskja sem hefur aldrei treyst sér til að taka það stóra skref getur lokast inni í þjáningu sinni. Hún fær enga aðstoð hér og erlendis þarf hún að berjast við kerfið í viðkomandi landi," segir hún.Lög vantarAnna gagnrýnir skort á lagasetningu um málefni transgender-fólks á Íslandi. Enginn löglegur farvegur er fyrir hendi. Málefni þessa fólks eru í höndum örfárra aðila og geta því verið duttlungum háð.Manneskja sem vill fara í leiðréttingaraðgerð sækir um til landlæknisembættisins og fer í greiningu hjá Óttari Guðmundssyni geðlækni. Óttar gefur umsögn sína og situr svo í fimm manna hópi sem gefur lokasvar um það hvort viðkomandi fái að fara í aðgerð eða ekki. Anna gagnrýnir að Óttar sitji báðum megin við borðið og segir hann auk þess vera of strangan og íhaldssaman."Hann hefur unnið vel að málefnum samkynhneigðra en það gerir hann ekki sjálfkrafa sérhæfðan í málefnum transgender-fólks. Mér finnst hann þurfa að vera jákvæðari og horfa meira á þörf skjólstæðingsins en hann gerir," segir hún.Engin raunhæf aðstoðHeilbrigðisyfirvöld eru á bremsunni, segir Anna."Það hlýtur að vera eðli heilbrigðiskerfisins að skapa þær aðstæður að viðkomandi líði vel og því skilur maður ekki af hverju heilbrigðiskerfið stuðlar að því að þessu fólki líði illa þannig að það hrekist jafnvel úr landi. Það vantar stuðningsnet fyrir þetta fólk og heilbrigðiskerfið þarf að vera opnara. Það er engin sérhæfð þjónusta til. Það vantar alla raunhæfa aðstoð, sérhæfðan félagsráðgjafa sem gæti verið leiðbeinandi aðili í gegnum kerfið frá A-Ö. Þótt kerfið sé ekki flókið er geysilega mikilvægt að hafa einhvern sem getur gefið leiðbeiningar um það hvernig best er að standa að hlutunum, gefur ráð varðandi vinnumál, raddþjálfun og önnur félagsleg atriði," segir hún.Anna telur að kostnaður við leiðréttingaraðgerð sé um ein milljón króna. Þá er ótalinn annar kostnaður, til dæmis við heimsóknir til geðlækna eða sálfræðinga. Hið opinbera tekur engan þátt í þessum kostnaði. Innlent Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Sjá meira
Mannréttindi eru brotin og forræðishyggja ríkir hjá hinu opinbera hvað varðar málefni transgender-fólks. Að minnsta kosti tíu Íslendingar hafa sótt um að fá að fara í aðgerð til leiðréttingar á kyni hér á landi en aðeins tveir hafa fengið að fara í og ljúka slíku meðferðarferli hér á landi. Heilbrigðisyfirvöld treysta einstaklingunum ekki til að taka ákvarðanir sem þeir telja sjálfum sér fyrir bestu og neita þeim því í langflestum tilfellum um að komast í leiðréttingu á kyni. Fólkinu líður illa í röngu kyngervi og margir hrekjast af landi brott. Þetta er mat Önnu Kristjánsdóttur en hún var í hópi fyrstu Íslendinganna sem fóru í aðgerð til leiðréttingar á kyni erlendis fyrir rúmum áratug. Anna er nýkomin af ráðstefnu transgender-fólks í Vínarborg þar sem hún var ásamt Ástu Ósk Hlöðversdóttur, formanni Félags samkynhneigðra stúdenta, en félagið hefur tekið málefni transgender-fólks upp á arma sína. Á ráðstefnunni komu saman um 122 þátttakendur frá 65 hópum í 22 ríkjum Evrópu auk eins rithöfundar frá Bandaríkjunum, Patrick Khalifia. Þar kom fram að víða er pottur brotinn í málefnum transgender-fólks. Í þremur löndum í Evrópu eru leiðréttingar á kyni ekki leyfðar. Þetta eru Albanía, Andorra og Írland en talið er víst að ástandið lagist á Írlandi á næstu árum vegna krafna frá Evrópusambandinu.Endar oft í kynlífsþrælkunÁsta Ósk og Anna í Vínarborg.Ástandið í Rússlandi hefur versnað eftir fall Sovétríkjanna. Í Portúgal sækir ungt fólk mikið til borganna án þess að eiga mikla möguleika á að fá atvinnu og endar því oft í kynlífsþrælkun með eyðnismit og jafnvel sjálfsmorð í kjölfarið. Ástandið er mjög slæmt í Tyrklandi og ýmsum löndum Austur-Evrópu.Ástandið hér á landi er litlu betra en ástandið í löndum Austur-Evrópu, að mati Önnu, sérstaklega hvað snertir félagslega aðstoð eða aðstoð við leiðréttingu á kyni. Hinsvegar eru aðrar félagslegar aðstæður hér betri en í löndum þar sem ástandið er verst. Anna segir að það bjargi íslenskum einstaklingum frá því að grípa til örþrifaráða til að fá að lifa í sínu rétta kyngervi þótt Íslendingar þurfi enn í flestum tilfellum að flýja land til að komast í gegnum aðgerðarferli."Þegar umsókn einstaklings er hafnað er ekki um annað að velja en að flýja land, nákvæmlega eins og ég gerði á sínum tíma. Það er býsna stór biti að rífa sig upp frá heimalandinu og setjast að erlendis þegar maður er kannski illa máli farinn á erlenda tungu. Manneskja sem hefur aldrei treyst sér til að taka það stóra skref getur lokast inni í þjáningu sinni. Hún fær enga aðstoð hér og erlendis þarf hún að berjast við kerfið í viðkomandi landi," segir hún.Lög vantarAnna gagnrýnir skort á lagasetningu um málefni transgender-fólks á Íslandi. Enginn löglegur farvegur er fyrir hendi. Málefni þessa fólks eru í höndum örfárra aðila og geta því verið duttlungum háð.Manneskja sem vill fara í leiðréttingaraðgerð sækir um til landlæknisembættisins og fer í greiningu hjá Óttari Guðmundssyni geðlækni. Óttar gefur umsögn sína og situr svo í fimm manna hópi sem gefur lokasvar um það hvort viðkomandi fái að fara í aðgerð eða ekki. Anna gagnrýnir að Óttar sitji báðum megin við borðið og segir hann auk þess vera of strangan og íhaldssaman."Hann hefur unnið vel að málefnum samkynhneigðra en það gerir hann ekki sjálfkrafa sérhæfðan í málefnum transgender-fólks. Mér finnst hann þurfa að vera jákvæðari og horfa meira á þörf skjólstæðingsins en hann gerir," segir hún.Engin raunhæf aðstoðHeilbrigðisyfirvöld eru á bremsunni, segir Anna."Það hlýtur að vera eðli heilbrigðiskerfisins að skapa þær aðstæður að viðkomandi líði vel og því skilur maður ekki af hverju heilbrigðiskerfið stuðlar að því að þessu fólki líði illa þannig að það hrekist jafnvel úr landi. Það vantar stuðningsnet fyrir þetta fólk og heilbrigðiskerfið þarf að vera opnara. Það er engin sérhæfð þjónusta til. Það vantar alla raunhæfa aðstoð, sérhæfðan félagsráðgjafa sem gæti verið leiðbeinandi aðili í gegnum kerfið frá A-Ö. Þótt kerfið sé ekki flókið er geysilega mikilvægt að hafa einhvern sem getur gefið leiðbeiningar um það hvernig best er að standa að hlutunum, gefur ráð varðandi vinnumál, raddþjálfun og önnur félagsleg atriði," segir hún.Anna telur að kostnaður við leiðréttingaraðgerð sé um ein milljón króna. Þá er ótalinn annar kostnaður, til dæmis við heimsóknir til geðlækna eða sálfræðinga. Hið opinbera tekur engan þátt í þessum kostnaði.
Innlent Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Sjá meira