Erlent

Jackson of seinn

Michael Jackson mætti klukkutíma of seint í réttarsalinn í gær og á því á hættu að verða fangelsaður á meðan málaferlin standa yfir. Rodney Melville dómara var ekki skemmt þegar kom í ljós að Jackson var ekki mættur í dómsalinn á tilskildum tíma. Hann hótaði að láta handtaka Jackson og láta ógilda tryggingu hans væri hann ekki mættur eftir klukkutíma. Verjendur söngvarans sögðu hann á sjúkrahúsi vegna bakverks en í þann mund sem fresturinn rann út stormaði hann inn. Yfirheyrslur héldu áfram í gær yfir piltinum sem Jackson er ákærður fyrir að hafa misnotað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×