Erlent

Sagðir á leið yfir landamærin

Þúsundir sýrlenskra hermanna eru nú þegar á heimleið frá Líbanon og halda á sýrlensk landsvæði. Þetta segir varnarmálaráðherra Líbanons í samtali við Reuters-fréttastofuna í dag, en samkvæmt samkomulagi forseta landanna var gert ráð fyrir að hermennirnir myndu í fyrri áfanga brottflutningsins halda til Bekaa-dalsins í austurhluta Líbanons og síðar halda yfir landamærin. Hins vegar segja vitni að sýrlensk bílalest með að minnsta kosti 115 farartækjum hafi farið yfir landamærin í nótt eftir að hafa yfirgefið varðstöðvar í Norður-Líbanon. Varnarmálaráðherrann segir að á fyrsta stigi muni allt að helmingur af 14 þúsund manna herafla Sýrlands í Líbanon yfirgefa landið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×