Erlent

Þriðja versta afkoma ríkissjóðs

Þrátt fyrir að Bush muni fara fram á 5000 milljarða aukaframlag úr ríkissjóð vegna stríðsins í Írak og Afganistan, yrði það einungis hluti af fjárlagahallanum þetta árið, sem gæti orðið allt að 26.500 milljarðar. Háttsettur embættismaður í Hvíta húsinu segir að þrátt fyrir að svo verði, sýni það fram á batnandi stöðu ríkissjóðs. Þetta sé muni betri afkoma en rúmlega 25.500 milljarða króna hallinn sem var á fjárlögum fyrir 2004, sé tekið mið af vaxandi efnahag Bandaríkjanna. Þetta er þó þriðja versta afkoma sem verið hefur á Bandarískum ríkissjóði. Í gær kom einnig fram í tilkynningu frá efnahagsdeild Sameinuðu þjóðanna að þrátt fyrir almennan hagvöxt í heiminum, ógni veik staða dollarans og mikill viðskiptahalli Bandaríkjanna efnahagslegum stöðugleika um allan heim. Þrátt fyrir spár um að fjárlagahalli þessa árs verði allt að 26.500 milljarðar, eru ekki allir svartsýnir. Meðal þess sem bent er á er að í febrúar í fyrra var því spáð að fjárlagahallinn fyrir 2004 yrði um 32.300 milljarðar. Hann reyndist nokkuð minni, eða 25.500 milljarðar. Fjárlagaskrifstofa þingsins hefur einnig spáð því að fjárlagahallinn muni fara minnkandi, ár frá ári til 2012, þegar ríkissjóður verður rekinn með afgangi. Fáir taka þá spá alvarlega, því samkvæmt lögum getur skrifstofan ekki gert ráð fyrir breytingum á núverandi sköttum eða útgjaldaheimildum í sínum spám. Því er ekki gert ráð fyrir auknum hernaðarútgjöldum, eða nokkrum kostnaði vegna stefnu núverandi stjórnar. Ef stríðsrekstur í Íran og Afganistan minnkar ekki á næsta ári, gæti það kostað um 36.580 milljarða á næstu tíu árum. Skattahugmyndir stjórnarinnar eru taldar kosta um 142.600 milljarða. Breytingar á almannatryggingum gætu kostað á bilinu 62.000 til 124.000 milljarðar. Aukinn fyrirsjáanlegur kostnaður á næsta áratug, sem ekki er gert ráð fyrir í spám er því á bilinu 241.000 -303.000 milljarðar. Á móti kemur haldist önnur útgjöld við verðbólgumið, gæti það minnkað fjárlagahallann um 80.600 milljarðara.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×