Erlent

Handtekinn fyrir hryðjuverkagabb

Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa logið því að lögregluyfirvöldum fyrir helgina að fjórir Kínverjar hyggðust fremja hryðjuverk í Boston. Öryggisgæsla var hert til muna í nágrenni borgarinnar í lok síðustu viku af ótta við hryðjuverk og ríkisstjórinn í Masachusetts sneri heim af embættistöku George Bush Bandaríkjaforseta vegna málsins. Nú segir bandaríska alríkislögreglan hins vegar að komið hafi í ljós að um gabb hafi verið að ræða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×