Sport

Ásgeir og Logi í fýluferð

"Þetta var sneypuför, á því leikur enginn vafi," sagði Logi Ólafsson, annar íslensku landsliðsþjálfaranna í knattspyrnu, þar sem hann var staddur á hótelherbergi í London. Hann og Ásgeir Sigurvinsson höfðu áætlað að vera viðstaddir vináttuleik Austurríkis og Króatíu í Vínarborg í gærkvöldi sem síðan var frestað vegna veðurs. "Við teljum okkur þekkja Króatana nokkuð vel. Við sáum þá á EM í Portúgal í sumar og þá eigum við upptöku frá leik liðsins við Ísrael fyrir stuttu," segir Logi en viðurkennir fúslega að það sé ekki sambærilegt að horfa á leik í sjónvarpi og að vera á staðnum. "Myndavélin fylgir boltanum yfirleitt og því sjáum við ekki aðra þætti leiksins eins og til dæmis hreyfingu og færslu leikmanna án bolta." Við fengum fréttirnar um leið og við stigum út úr flugvélinni. Þetta er náttúrlega hundfúlt og hefur töluverð áhrif á okkar undirbúning fyrir leikinn," segir Logi en Íslendingar sækja Króata heim þann 26 mars næstkomandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×