Sport

Prutton í tíu leikja bann

David Prutton, leikmaður Southampton í ensku knattspyrnunni, var í dag dæmdur í tíu leikja bann og 6 þúsund punda sekt af enska knattspyrnusambandinu, en Prutton brást hinn versti við er hann var rekinn af velli í leik gegn Arsenal um helgina eftir brot á Robert Pires. Prutton stjakaði þá við Alan Wiley dómara og hellti sér yfir aðstoðardómarann áður en honum var fylgt af leikvelli af Harry Redknapp stjóra Southampton. Prutton baðst opinberlega afsökunar á mánudaginn, en enska knattspyrnusambandið sýndi enga miskunn. Southampton á tíu leiki eftir í ensku úrvaldsdeildinni, en þar sem liðið er ennþá í FA bikarkeppninni þar sem þeir mæta Manchester United, þá gæti Prutton náð loka leiknum eða leikjunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×