Sport

Proto vekur áhuga

Umboðsmaður belgíska landsliðsmarkvarðarins Silvio Proto hefur staðfest að bæði Manchester United og Arsenal hafi mikinn áhuga á að fá skjólstæðing sinn til sín. Bæði lið hafa látið njósnara sína skoða þennan markvörð La Louviere á undanförnum mánuði og eru sögð hrífast af getu hans. La Louviere hafa látið hafa eftir sér að liðið muni ekki standa í vegi fyrir leikmanninum, fái þeir gott tilboð í hann. Pietro Alatta, umboðsmaður Proto, segir félögin tvö séu þegar farin að bjóða í leikmanninn og að áhugi sé líka frá Ítalíu þó Proto sjálfur hafi meiri áhuga á Englandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×