Sport

Fyrirliðar Evrópu valdir

Wales-búinn Ian Woosnam og Englendingurinn Nick Faldo, voru valdir fyrirliðar Evrópu í næstu tveimur Ryder-keppnum. Woosnam, sem er 47 ára að aldri, verður fyrirliði liðsins í keppni næsta árs en Faldo, sem er einnig 47 ára, fær þetta hlutskipti á Ryder-keppninni 2008. "Við heiðruðum tvo frábæra meistara," sagði George O´Grady, aðstoðarframkvæmdastjóri Evrópunefndarinnar. Woosnam sagðist myndu ekki vera spilandi fyrirliði. "Þetta er mikill heiður og krefst fullrar einbeitingar," sagði Woosnam. Faldo, sem er einn sigursælasti golfari Englendinga, tók í sama streng. "Þetta er mikill heiður og ég get varla lýst hversu spenntur ég er fyrir að leiða þetta lið," sagði Faldo.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×