Sport

Wenger hrósar Almunia

Manuel Almunia, markvörður Arsenal, var hetja liðsins er hann tryggði liði sínu sigur í FA bikarkeppninni í gær gegn Sheffield. Leikurinn var framlengdur og þurfti vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit. Almunia varði tvær spyrnur og varð Sheffield að játa sig sigrað. "Þetta var erfiður leikur og leikmenn Sheffield stóðu sig frábærlega. Við þurftum að sýna okkar sterkustu hliðar andlega til að standa uppi sem sigurvegarar," sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, og bætti því við að Almunia hefði verið frábær. "Hann hefur sýnt hvað í honum býr á æfingum og þarna kom í ljós hvers megnugur hann er."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×