Sport

Montoya gagnrýnir BMW

Kólumbíubúinn Juan Pablo Montoya, ökumaður hjá McLaren í Formúlu 1 kappakstrinum, hefur gagnrýnt fyrrum stjóra sinn, Frank Williams hjá BMW Williams, fyrir að sýna sér ekki nægan stuðning. Montoya sagði að auki að honum hafi fundist hann vera vanmetinn af Williamsliðinu. "Ég veit ekki hvað þeir vild. Ég var að vinna keppnir fyrir þá en Frank kvartaði yfir að ég væri of þungur og í lélegu formi," sagði Montoya. "Ég var léttari þá en ég er núna!" bætti Montoya við. Ökumaðurinn knái fullyrti enn fremur að það væri mjög niðurdrepandi að vinna við þessar aðstæður. "Mér fannst ég leggja mig allan fram og svo fær maður að heyra svona lagað." Samkvæmt Montoya er andrúmsloftið allt öðruvísi hjá McLaren en hann mun keyra samhliða Finnanum Kimi Raikkonen hjá liðinu. "Hjá BMW var búist við því að maður kæmi hlutunum í verk. Hjá McLaren fær maður tólin til að koma hlutunum í verk. Það skiptir miklu fyrir ökumanninn og manni líður eins og verk manns skipti máli." Formúlu 1 keppnistímabilið hefst í Melbourne í Ástralíu um helgina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×