Sport

Mirza vann Kuznetsovu óvænt

Hin 18 ára gamla Sani Mirza skók tennisheiminn þegar hún lagði rússneska meistarann Svetlana Kuznetsova á meistaramótinu í Dubai í gær. Mirza, sem er frá Indlandi, sigraði Kuznetsova í tveimur lotum og vann þar með sína sjöttu viðureign í röð. "Ég spilaði frábærlega og ég vissi að ég þyrfti að standa mig á öllum sviðum," sagði Mirza sem mætir Silvia Fraina Elia eða Jelena Jankovic næst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×