Sport

Aragones sektaður

Luis Aragones, landliðsþjálfari Spánverja í knattspyrnu, hefur verið sektaður af spænska knattspyrnusambandinu vegna niðrandi ummæla um Thierry Henry, landsliðsmann Frakka og leikmann hjá Arsenal. Ummæli Aragones náðust á myndband og vöktu mikinn óhug í knattspyrnuheiminum þar sem hann notar niðrandi munnsöfnuð í garð blökkumanna við Jose Reyes, einn af leikmönnum Spánar. "Ég ætlaði aldrei að særa neinn," sagði þjálfarinn og bætti því við að hann hefði eingöngu notað orðbragðið til að hvetja sinn mann. "Mér er ætlað að ná öllu því út úr mínum mönnum til að ná besta árangrinum. Til þess nota ég ýmislegt sem ég og leikmennirnir skiljum." Aragones var gert að borga 3 þúsund evrur í sekt eða sem nemur 239 þúsund íslenskra króna. Búist var við að þjálfarinn fengi 10 sinnum hærri sekt og voru viðbrögð manna við dómnum mjög blendin. "Við áttum ekki von á miklu af hálfu spænska knattspyrnusambandsins og því kemur þessi aumkunarverði dómur okkur ekkert á óvart," sagði Leon Mann, talsmaður Kick It Out sem eru samtök gegn kynþáttahatri í knattspyrnu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×