Innlent

Braust inn og stal í Reykjavík

Átján ára piltur hefur verið dæmdur í hálfsárs fangelsi skilorðsbundið í tvö ár fyrir innbrot, þjófnaði og fleiri brot framin í Reykjavík á árinu. Sum brotin voru framin í félagi við aðra og hafa þau mál verið dæmd sérstaklega.

Upptækt var gert hjá piltinum gramm af hassi, annað af amfetamíni og það þriðja af tóbaksblönduðu kannabisefni. Við ákvörðun refsingar var litið til ungs aldurs piltsins, játningar og þess að hann sæti færis á að afla sér vinnu og skipta um lífsstíl. Dóminn kvað upp Arnfríður Einarsdóttir, settur héraðsdómari, í Héraðsdómi Reykavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×